Innlent

Hrókurinn fær styrk

Samþykkt var á síðasta ríkisstjórnarfundi að veita skákfélaginu Hróknum þrjár milljónir króna í styrk vegna unglingastarfs. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu þótti eðlilegt að styðja við bakið á því góða starfi sem skákfélagið hefur haldið uppi undanfarin ár. Spurður um þýðingu styrksins fyrir starfið segir Hrafn Jökulsson forseti Hróksins: "Við erum að sjálfsögðu himinlifandi að fá þennan styrk fyrir okkar krakka- og skólastarf. Við erum einmitt að ljúka við að heimsækja alla grunnskóla landsins. Styrkurinn tryggir framtíð Hróksins sem skóla- og barnaskákfélags næstu árin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×