Heiðarlegasti sendillinn 31. maí 2005 00:01 Stefán er hress og kátur þegar við hittumst við Háaleitisbrautina. Hann var að hlaða geyminn á hjólinu sem er ekki aðeins fótstigið líkt og hefðbundin reiðhjól heldur gengur einnig fyrir rafmagni. "Vanalega þarf ég ekki að hlaða það nema yfir nóttina en það fer eftir eyðslu," segir Stefán sem átt hefur hjólið góða í þrjú ár. Það er fimm gíra og hefur reynst honum vel, ekki síður að vetri en sumri því þá setur hann snjódekkin undir. Senn fjölgar í flota Stefáns því í júlí fær hann vespu sem hann festi sér fyrir skemmstu. "Ég býst við að skiptast á að nota hjólin þegar ég hef fengið vespuna. Þetta er bensínvespa og ég er að læra á svona hjól núna." Greinilegt er á Stefáni að hann hlakkar til að fá vespuna sem hann hyggst reka við hlið rafknúna reiðhjólsins. "Það er ekki hægt að selja svona hjól svo ég á það bara áfram." Stefán sendill er titlaður sendill í símaskránni og hefur verið lengi í faginu. "Ég hef verið að þessu í hundrað ár," segir hann brosandi og bætir við að hann sé einn heiðarlegasti sendillinn í borginni. Stefán hefur föst verkefni hjá nokkrum félögum og fyrirtækjum og nefnir til sögunnar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna, Sjónarhól, Evró og Markið. Hann annast bréfa og bögglasendingar fyrir þessa aðila og hellir stundum upp á könnuna líka. Stefán er gjörkunnugur umferðinni í Reykjavík og segir hana hafa þyngst með árunum. Honum stafar samt ekki ógn af bílunum; "Nei nei, ég er vanur þessum jólasveinum í umferðinni. Konurnar geta samt verið erfiðar þegar þær eru að varalita sig og snyrta undir stýri. Svo eru þessir símar hættulegir." Sjálfur talar Stefán aldrei í síma á hjólinu enda vill hann halda fullri einbeitingu á ferð. Ekki er algengt að fólk segist sátt við launin sín. Flestir vilja meira en þeir hafa. Stefán Konráðsson sendill er ekki í þeim hópi. Hann er sáttur. "Ég hef góðan pening upp úr þessu," segir hann og brunar áfram veginn. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Stefán er hress og kátur þegar við hittumst við Háaleitisbrautina. Hann var að hlaða geyminn á hjólinu sem er ekki aðeins fótstigið líkt og hefðbundin reiðhjól heldur gengur einnig fyrir rafmagni. "Vanalega þarf ég ekki að hlaða það nema yfir nóttina en það fer eftir eyðslu," segir Stefán sem átt hefur hjólið góða í þrjú ár. Það er fimm gíra og hefur reynst honum vel, ekki síður að vetri en sumri því þá setur hann snjódekkin undir. Senn fjölgar í flota Stefáns því í júlí fær hann vespu sem hann festi sér fyrir skemmstu. "Ég býst við að skiptast á að nota hjólin þegar ég hef fengið vespuna. Þetta er bensínvespa og ég er að læra á svona hjól núna." Greinilegt er á Stefáni að hann hlakkar til að fá vespuna sem hann hyggst reka við hlið rafknúna reiðhjólsins. "Það er ekki hægt að selja svona hjól svo ég á það bara áfram." Stefán sendill er titlaður sendill í símaskránni og hefur verið lengi í faginu. "Ég hef verið að þessu í hundrað ár," segir hann brosandi og bætir við að hann sé einn heiðarlegasti sendillinn í borginni. Stefán hefur föst verkefni hjá nokkrum félögum og fyrirtækjum og nefnir til sögunnar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna, Sjónarhól, Evró og Markið. Hann annast bréfa og bögglasendingar fyrir þessa aðila og hellir stundum upp á könnuna líka. Stefán er gjörkunnugur umferðinni í Reykjavík og segir hana hafa þyngst með árunum. Honum stafar samt ekki ógn af bílunum; "Nei nei, ég er vanur þessum jólasveinum í umferðinni. Konurnar geta samt verið erfiðar þegar þær eru að varalita sig og snyrta undir stýri. Svo eru þessir símar hættulegir." Sjálfur talar Stefán aldrei í síma á hjólinu enda vill hann halda fullri einbeitingu á ferð. Ekki er algengt að fólk segist sátt við launin sín. Flestir vilja meira en þeir hafa. Stefán Konráðsson sendill er ekki í þeim hópi. Hann er sáttur. "Ég hef góðan pening upp úr þessu," segir hann og brunar áfram veginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira