Innlent

Jón Ólafsson leiðréttir orð sín

MYND/DV

Jón Ólafsson fór að eigin sögn með með rangt mál á blaðamannafundi á þriðjudag. Hann breytir hins vegar sögu sinni af skattrannsóknarstjóra og biður hann afsökunar um leið.

Jón Ólafsson sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann leiðrétti orð sín um skattransóknarstjóra. Á blaðamannafundiá þriðjudag sagðist Jón hafa látið frá sér orð sem skilin hafa verið á þann veg að skattrannsóknarstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, hefði verið undir áhrifum áfengis þegar hann greindi frá því að embætti hans hefði verið boðin 20 milljóna króna aukafjárveiting í tvö ár gegn því að embættið hæfi skattrannsókn á fyrirtækjum hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Jón segist í yfirlýsingu sinni hafa farið rangt með og biður hlutaðeigandi afsökunar þar sem ölvun kemur þessu máli ekki við. Hið rétta er, segir Jón, að endurskoðandi út í bæ sagði honum í símtali að yfirmaður skattrannsóknar hefði í gleðskap sagt mönnum frá því að embættinu hefði verið boðnar samtals 40 milljónir króna í aukafjárvetingu gegn því að hefja rannsókn í fyrirtækjum okkar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón segir þetta koma fram með skýrum hætti fram í Jónsbók Einars Kárasonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×