Innlent

Segja átti upp samningum

Miðstjórn Samiðnar ályktaði í gær að segja hefði átt upp samningum fremur en að skrifa undir samkomulag við Samtök atvinnulífsins.

"Miðað við þær tillögur sem fyrir liggja vegna endurskoðunar á kjarasamningum telur miðstjórn Samiðnar ekki rétt að formaður Samiðnar gefi samþykki sitt fyrir þeim. Miðstjórnin bendir á að í landinu er mikið góðæri en um 40 prósent launþega búa við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar eru að taka til sín miklar launahækkanir," segir í ályktuninni.

Miðstjórnin segist harma að ekki skuli hafa verið um það samstaða innan Alþýðusambandsins að tryggja launafólki stærri hlut af góðærinu sem í landinu er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×