Innlent

Ný stjórn Árvakurs

MYND/Harldur

Ragnhildur Geirsdóttir og Skúli Valberg Ólafsson eru ný í stjórn Árvakurs hf. útgáfufélags Morgunblaðsins en þau eru fulltrúar nýrra hluthafa. Á hluthafafundi félagsins í dag var ný stjórn skipuð og var hún sjálfkjörin.

Á hluthafafundi félagsins í dag var ný stjórn skipuð og var hún sjálfkjörin. Stefán Pétur Eggertsson er stjórnarformaður, Kristinn Björnsson varaformaður, Halldór Þór Halldórsson ritari og þau Ragnhildur Geirsdóttir og Skúli Valberg Ólafsson meðstjórnendur. Þau Ragnhildur og Skúli eru fulltrúar nýrra hlutahafa. Ragnhildur er fulltrúi Forsíðu ehf, félags í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Skúli er fyrir MGM ehf, sem er í eigu Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. Í varastjórn tók jafnframt sæti Helga Gunnarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×