Minntust rússneskra sjómanna 9. maí 2005 00:01 Aðeins fjórir rússneskir sjómenn af þeim þúsundum sem sigldu með skipalestunum í Norður-Íshafi í seinni heimsstyrjöldinni eru lífs og ferðafærir. Þeir voru allir mættir í Fossvogskirkjugarð í dag þegar afhjúpað var minnismerki um þá sem sigldu þessa leið og komu aldrei aftur. Minnismerkið var búið til að frumkvæði sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexanders Rannikhs. Forseti Íslands og sendiherrann afhjúpuðu minnismerkið með aðstoð íslensks og rússnesks sjómanns sem sigldu með skipalestunum, en það var listamaðurinn Vladímír Surovtsév sem sem gerði merkið. Aðstandendum þeirra íslensku sjómanna sem fóru með skipalestunum en eru nú látnir voru síðan afhentir heiðurspeningar fyrir framlag þeirra. Nöfn skipanna sem fórust í þessum ferðum eru skráð á steina við minnismerkið og af fjöldanum fer ekki milli mála að þeir voru ófáir sjómennirnir sem þar létu lífið. Aðeins fjórir Rússar sem sigldu þarna norður fyrir eru enn á lífi og ferðafærir og þeir voru allir mættir í Fossvoginn í dag. Rem Évdkimov, einn þeirra, segir að þeir séu mjög heppnir að hafa ekki farist. En hvað fóru þeir margar ferðir? Anatolí Lívsjits segist hafa tekið þátt í 23 skipalestum. Þeir hafi vitað að skipalestirnar söfnuðustu saman við Ísland og þar gætu veikir og særðir sjómenn hvílt sig. Þess vegna hafi Íslendingar alltaf verið gestrisin þjóð í huga þeirra. Fjölmargir fórust í þessum ferðum eins og fyrr segir en fjórmenningarnir áttu þátt í að bjarga nokkrum.Valentín Drimluk segir að hann hafi bjargað sjómönnum úr skipalestinni PQ-17, en það hafi auðvitað verið afar erfitt á þessum slóðum. Mennirnir hafi verið ískaldir og mjög hraktir og meðal þeirra sjómanna sem hann hafi bjargað hafi einnig verið Íslendingar. Björgólfsfeðgar styrktu ferð sjómannanna hingað og gerð minnismerkisins. Björgólfur Guðmundsson segir minnismerkið mjög fallegt að það sýni konu sem veifi sjómönnunum, en sumir þeirra hafi ekki komið aftur. Björgólfarnir hafa stundað mikil viðskipti í Rússlandi og segir Björgólfur eldri þá þakkláta því þar hafi þeim vegnað vel og tengslin við landið séu sterk. Þeir séu enn þá með töluverðan atvinnurekstur þar en það að kynnast rússnesku þjóðinni hafi orðið til þess að þjóðirnar hafi orðið nánari en áður og þeir feðgar vilji gjarnan styrkja sambandið milli rússnesku þjóðarinnar og Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Aðeins fjórir rússneskir sjómenn af þeim þúsundum sem sigldu með skipalestunum í Norður-Íshafi í seinni heimsstyrjöldinni eru lífs og ferðafærir. Þeir voru allir mættir í Fossvogskirkjugarð í dag þegar afhjúpað var minnismerki um þá sem sigldu þessa leið og komu aldrei aftur. Minnismerkið var búið til að frumkvæði sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexanders Rannikhs. Forseti Íslands og sendiherrann afhjúpuðu minnismerkið með aðstoð íslensks og rússnesks sjómanns sem sigldu með skipalestunum, en það var listamaðurinn Vladímír Surovtsév sem sem gerði merkið. Aðstandendum þeirra íslensku sjómanna sem fóru með skipalestunum en eru nú látnir voru síðan afhentir heiðurspeningar fyrir framlag þeirra. Nöfn skipanna sem fórust í þessum ferðum eru skráð á steina við minnismerkið og af fjöldanum fer ekki milli mála að þeir voru ófáir sjómennirnir sem þar létu lífið. Aðeins fjórir Rússar sem sigldu þarna norður fyrir eru enn á lífi og ferðafærir og þeir voru allir mættir í Fossvoginn í dag. Rem Évdkimov, einn þeirra, segir að þeir séu mjög heppnir að hafa ekki farist. En hvað fóru þeir margar ferðir? Anatolí Lívsjits segist hafa tekið þátt í 23 skipalestum. Þeir hafi vitað að skipalestirnar söfnuðustu saman við Ísland og þar gætu veikir og særðir sjómenn hvílt sig. Þess vegna hafi Íslendingar alltaf verið gestrisin þjóð í huga þeirra. Fjölmargir fórust í þessum ferðum eins og fyrr segir en fjórmenningarnir áttu þátt í að bjarga nokkrum.Valentín Drimluk segir að hann hafi bjargað sjómönnum úr skipalestinni PQ-17, en það hafi auðvitað verið afar erfitt á þessum slóðum. Mennirnir hafi verið ískaldir og mjög hraktir og meðal þeirra sjómanna sem hann hafi bjargað hafi einnig verið Íslendingar. Björgólfsfeðgar styrktu ferð sjómannanna hingað og gerð minnismerkisins. Björgólfur Guðmundsson segir minnismerkið mjög fallegt að það sýni konu sem veifi sjómönnunum, en sumir þeirra hafi ekki komið aftur. Björgólfarnir hafa stundað mikil viðskipti í Rússlandi og segir Björgólfur eldri þá þakkláta því þar hafi þeim vegnað vel og tengslin við landið séu sterk. Þeir séu enn þá með töluverðan atvinnurekstur þar en það að kynnast rússnesku þjóðinni hafi orðið til þess að þjóðirnar hafi orðið nánari en áður og þeir feðgar vilji gjarnan styrkja sambandið milli rússnesku þjóðarinnar og Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira