Innlent

Norskar vinnubúðir á Kárahnjúkum

Verið er að reisa fimm nýjar einingar af norsku vinnubúðunum Moelven á Kárahnjúkum en það eru sams konar vinnubúðir og íslenskir fjallamenn hafa vanist. Impregilo hefur hingað til notast við tyrkneskar vinnubúðir. Vinnubúðirnar verða komnar upp eftir tvær til þrjár vikur. Leó Sigurðsson, heilsu-, umhverfis- og öryggisstjóri Impregilo, segir að hver þessara eininga rúmi 14 menn eða samtals um 70 manns. Heimilt sé að hafa tvo í herbergi á álagstímum, til dæmis yfir sumarið, og því rúmist þarna hátt í 140 manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×