Lífið

Styrktartónleikar í MH

Menntaskólinn í Hamrahlíð í samvinnu við DB hljóðkerfi stendur fyrir stórtónleikum í hátíðarsal sínum í kvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ensími, Raggi Bjarna, Ampop, Dáðadrengir og Coral. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til landssöfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri sem var sett á laggirnar vegna flóðanna í Asíu um síðustu jól. Tónleikarnir byrjar klukkan 19:30 og kostar 1000 krónur inn. Vonast MH til að safna einni milljón og því er almenningur hvattur til að láta sjá sig og styrkja gott málefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.