Innlent

Fóstureyðingum hefur fækkað

MYND/Haraldur J.
Fóstureyðingum ungra stúlkna hefur farið fækkandi á síðustu árum samkvæmt nýrri skýrslu Landlæknis. Þá verða færri konur undir tvítugu mæður en áður. Tæplega fimmtán af hverjum eitt þúsund íslenskum konum hafa að meðaltali farið í fóstureyðingu og hefur þessi tala verið svipuð frá árinu 1996. Meðalfjöldi fóstureyðinga hefur verið um 220 á móti hverjum eitt þúsund fæddum börnum síðan um miðjan níunda áratuginn. Á árunum 1996 til ársins 2000 fjölgaði fóstureyðingum hlutfallslega mest meðal stúlkna undir tvítugu. Frá árinu 2001 hefur fóstureyðingum kvenna í þessum aldurshópi hins vegar fækkað þótt heildarfjöldinn sé svipaður. Höfundar skýrslunnar benda á að á sama tíma og þetta gerist hafi sala á neyðargetnaðarvörn aukist, en neyðargetnaðarvörn kemur í veg fyrir þungun eftir samfarir á varna. Þegar horft er til áranna 2001 til 2003 voru 83 prósent kvenna sem fóru í fóstureyðingu á aldrinum 15 til 34 ára og um helmingur sem undirgekkst fóstureyðingu var á aldrinum 15 til 24 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×