Innlent

Þungatakmarkanir á sumum vegum

Aurbleytu er sums staðar farið að gæta á malarvegum vegna hlákunnar að undanförnu, en athygli vekur að Vegagerðin hefur víða sett þungatakmarkanir á vegi með bundnu slitlagi. Að sögn Vegagerðarinnar er það vegna þess að klaki, sem enn er í jörðu undir vegunum, hindrar að vatn renni undan slitlaginu. Hætt sé við miklu tjóni ef ekið sé um þá við þessar aðstæður. Þetta þýðir að flutningabílar mega ekki aka nema rúmlega hálflestaðir um þessa vegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×