Erlent

120 farast í fangelsisbruna

Í það minnsta 120 manns fórust í eldsvoða í fangelsi í Dóminíkanska lýðveldinu í gær. Tildrög eldsvoðans voru átök á milli glæpagengja um hverjir fengju að annast sölu á fíkniefnum og tóbaki innan fangelsins. Enduðu átökin með því að eldur var borinn að koddum og rúmfatnaði fanganna og breiddist hann hratt út. Fangaverðir fengu ekkert við ráðið enda voru margir fanganna vopnaðir byssum og öðrum vopnum. Aðeins náðist að bjarga 26 af 148 föngum tukthússins en ástand fangelsismála er slæmt í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×