Fischer fær ferðaskilríki 7. mars 2005 00:01 Stuðningsmenn Bobby Fischers fengu vegabréf hans afhent seint í gærkveldi á japönskum tíma. Það er lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sem hefur ferðaskilríki Fischers undir höndum. Hún mun geyma vegabréfið fyrst um sinn, en framvinda málsins ætti að skýrast betur í dag. Það er skilningur íslenskra stjórnvalda að með því að afhenda lögmanni skákmeistarans vegabréfið, sé lokaskrefið tekið í því að veita Fischer dvalarleyfi. Ákveðið hafi verið að afhenda lögfræðingi hans vegabréfið, og með því sé ekki verið að skipta sér að japönskum innanríkismálum. Eftir því sem japanska blaðið Manichi Daily News hefur eftir John Bosnitch, formanni Frelsum Bobby Fischer nefndarinnar, ætti nú ekkert að standa í vegi fyrir því að skákmeistarinn fái að yfirgefa Japan. Fischer hefur verið í haldi síðan í júlí, þegar hann reyndi að fara um borð í flugvél á leið til Filipseyja. Hann var sakaður um að hafa útrunnið vegabréf. Fyrr um dagin höfðu Sæmundur Pálsson og Guðmundur Þórarinsson fengið að hitta Fischer. Að sögn Sæmundar var það mjög tilfinningarík stund, þegar þeir hittust í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Fischer hafi þó ekki litið vel út og greinilega safnað skeggi allan þann tíma sem hann hefur verið í haldi. Guðmundur Þórarinsson sagði í gær að það væri óskiljanlegt af hverju japönsk stjórnvöld hleyptu honum ekki úr haldi, þrátt fyrir að hafa nú gilt vegabréf. Hér heima er einnig náið fylgst með framvindu mála í Japan. Helgi Ólafsson, skákmeistari segir það mjög góð tíðindi ef lögmenn Fischers séu nú komnir með vegabréfið í hendur. Stuðningsmenn hafa óttast að málið hafi verið komið í hnút, þar sem það virtist sem Fischer hafi þurft að fá vegabréfið til að losna úr haldi, en ekki getað losnað úr haldi fyrr en hann fengi vegabréfið. "Það er ljóst að hér heima hefur verið ýtt vel á eftir málinu." segir Helgi. "En ef japanir harðneita að leyfa honum að fara. Þá er málið stopp, sem er það sem ég óttast. Þetta hlýtur að skýrast á næstu dögum, en ég er ekkert of bjartsýnn á að það náist að koma honum heim fyrir afmælisdaginn hans." Fréttir Innlent Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Stuðningsmenn Bobby Fischers fengu vegabréf hans afhent seint í gærkveldi á japönskum tíma. Það er lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sem hefur ferðaskilríki Fischers undir höndum. Hún mun geyma vegabréfið fyrst um sinn, en framvinda málsins ætti að skýrast betur í dag. Það er skilningur íslenskra stjórnvalda að með því að afhenda lögmanni skákmeistarans vegabréfið, sé lokaskrefið tekið í því að veita Fischer dvalarleyfi. Ákveðið hafi verið að afhenda lögfræðingi hans vegabréfið, og með því sé ekki verið að skipta sér að japönskum innanríkismálum. Eftir því sem japanska blaðið Manichi Daily News hefur eftir John Bosnitch, formanni Frelsum Bobby Fischer nefndarinnar, ætti nú ekkert að standa í vegi fyrir því að skákmeistarinn fái að yfirgefa Japan. Fischer hefur verið í haldi síðan í júlí, þegar hann reyndi að fara um borð í flugvél á leið til Filipseyja. Hann var sakaður um að hafa útrunnið vegabréf. Fyrr um dagin höfðu Sæmundur Pálsson og Guðmundur Þórarinsson fengið að hitta Fischer. Að sögn Sæmundar var það mjög tilfinningarík stund, þegar þeir hittust í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Fischer hafi þó ekki litið vel út og greinilega safnað skeggi allan þann tíma sem hann hefur verið í haldi. Guðmundur Þórarinsson sagði í gær að það væri óskiljanlegt af hverju japönsk stjórnvöld hleyptu honum ekki úr haldi, þrátt fyrir að hafa nú gilt vegabréf. Hér heima er einnig náið fylgst með framvindu mála í Japan. Helgi Ólafsson, skákmeistari segir það mjög góð tíðindi ef lögmenn Fischers séu nú komnir með vegabréfið í hendur. Stuðningsmenn hafa óttast að málið hafi verið komið í hnút, þar sem það virtist sem Fischer hafi þurft að fá vegabréfið til að losna úr haldi, en ekki getað losnað úr haldi fyrr en hann fengi vegabréfið. "Það er ljóst að hér heima hefur verið ýtt vel á eftir málinu." segir Helgi. "En ef japanir harðneita að leyfa honum að fara. Þá er málið stopp, sem er það sem ég óttast. Þetta hlýtur að skýrast á næstu dögum, en ég er ekkert of bjartsýnn á að það náist að koma honum heim fyrir afmælisdaginn hans."
Fréttir Innlent Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira