Yfirdráttarlán hækka enn 25. maí 2005 00:01 Yfirdráttarlán hafa aukist um 2,2 milljarða síðan í febrúar. Þetta kemur fram í nýjasta vegvísi Landsbankans. Aukningin kom að mestu leyti fram í mars, en aðeins lítillega í apríl. Þegar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn lækkuðu yfirdráttarlán nokkuð og urðu lægst í desember. "Sú hagræðing sem heimilin náðu fram með uppgreiðslu yfirdráttarlána í tengslum við endurfjármögnun fasteignalána virðist því vera orðin að engu," segir í Vegvísinum. Vextir á yfirdráttarlánum einstaklinga eru nú 18,70 prósent hjá bönkunum, nema KB þar sem þeir eru 18,20 prósent. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, sagði mikilvægt að hafa í huga að yfirdráttarlán sveiflist mikið. Einkaneysla hafi verið í miklum vexti að undanförnu og aukin yfirdráttarlán séu hluti af þeirri þróun. Hún vonar að þetta sé tímabundið ástand og óvíst að um varanlega aukningu sé að ræða. "Þetta endurspeglar bjartsýni fólks og trú á að það geti greitt lánin upp," sagði Edda. Hún bendir á að tveir toppar hafi verið á yfirdráttarlánum síðustu misseri, annars vegar í ágúst og september og hins vegar í apríl, eða rétt um páskana. Það sé mögulegt að vegna hás gengis hafi fólk í miklum mæli notað tækifærið í fríinu og tekið yfirdráttarlán til að ferðast til útlanda. Ásta S. Helgadóttur, forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, telur aukningu yfirdráttarlána fyrst og fremst vera vísbendingu um aukna neyslu. "Bílar hafa selst mjög mikið að undanförnu og það stefnir í metár í utanlandsferðum." Bæði Edda og Ásta bentu á að yfirdráttarlánin væru þægilegur lánamöguleiki. Það þyrfti aðeins eitt símtal, sjaldnast ábyrgðarmann og þinglýsing er óþörf. Enn fremur losna menn við stimpilgjaldið. Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Yfirdráttarlán hafa aukist um 2,2 milljarða síðan í febrúar. Þetta kemur fram í nýjasta vegvísi Landsbankans. Aukningin kom að mestu leyti fram í mars, en aðeins lítillega í apríl. Þegar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn lækkuðu yfirdráttarlán nokkuð og urðu lægst í desember. "Sú hagræðing sem heimilin náðu fram með uppgreiðslu yfirdráttarlána í tengslum við endurfjármögnun fasteignalána virðist því vera orðin að engu," segir í Vegvísinum. Vextir á yfirdráttarlánum einstaklinga eru nú 18,70 prósent hjá bönkunum, nema KB þar sem þeir eru 18,20 prósent. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, sagði mikilvægt að hafa í huga að yfirdráttarlán sveiflist mikið. Einkaneysla hafi verið í miklum vexti að undanförnu og aukin yfirdráttarlán séu hluti af þeirri þróun. Hún vonar að þetta sé tímabundið ástand og óvíst að um varanlega aukningu sé að ræða. "Þetta endurspeglar bjartsýni fólks og trú á að það geti greitt lánin upp," sagði Edda. Hún bendir á að tveir toppar hafi verið á yfirdráttarlánum síðustu misseri, annars vegar í ágúst og september og hins vegar í apríl, eða rétt um páskana. Það sé mögulegt að vegna hás gengis hafi fólk í miklum mæli notað tækifærið í fríinu og tekið yfirdráttarlán til að ferðast til útlanda. Ásta S. Helgadóttur, forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, telur aukningu yfirdráttarlána fyrst og fremst vera vísbendingu um aukna neyslu. "Bílar hafa selst mjög mikið að undanförnu og það stefnir í metár í utanlandsferðum." Bæði Edda og Ásta bentu á að yfirdráttarlánin væru þægilegur lánamöguleiki. Það þyrfti aðeins eitt símtal, sjaldnast ábyrgðarmann og þinglýsing er óþörf. Enn fremur losna menn við stimpilgjaldið.
Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira