Innlent

Öll starfsemin undir eitt þak

Nú er unnið hörðum höndum að því að rífa hús KB banka í Borgartúni 17. Í framhaldinu verða núverandi höfuðstöðvar í Borgartúni 19 stækkaðar þannig að öll starfsemin verði undir einu þaki. Einnig er fyrirhugað að ýmsum deildum sem hafa aðstöðu víða um borgina verði komið fyrir í nýju húsakynnunum. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar hjá teiknistofunni Tark verður byggingin 8407 fermetrar þegar allt verður tilbúið en hún er núna 3800 fermetrar. Þar að auki verður bílakjallari undir nýbyggingunni. Stefnt er að því að nýju höfuðstöðvarnar verði tilbúnar eftir tvö ár. Spurður hvers vegna þurfti að rífa gamla húsið í Borgartúni 17 segir Sigurður Guðmundsson hjá eignaumsýslu KB banka að húsið hafi einfaldlega verið barn síns tíma. Til dæmis hafi lofthæðin verið svo lítil að ekki var hægt að koma loftræstikerfi fyrir. Hann segir að hugleiddar hafi verið allar leiðir til að reyna að breyta þessu þannig að hægt væri að nýta húsið fyrir starfsemina en það hafi einfaldlega ekki verið mögulegt. Ekki fengust upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna framkæmdanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×