Phoenix 0 - San Antonio 2 25. maí 2005 00:01 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira