Innlent

Aldrei meira af fíkniefnum

Tveir erlendir farþegar voru handteknir í gær eftir að fjögur kíló af hvítu efni sem annað hvort mun vera amfetamín eða kókaín fundust í bifreið í Norrænu í gærmorgun. Það voru fíkniefnahundar lögreglunnar sem þefuðu efnin uppi en þau fundust í hólfi aftarlega í bifreiðinni skömmu eftir að hundarnir komu lögreglumönnum á sporið. Tvímenningarnir gistu fangageymslur lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt en málið er í rannsókn að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Lögreglan á Seyðisfirði segir ennfremur að þetta sé mesti fíkniefnafundur í Norrænu frá upphafi þótt þeir hafi áður fundið meira magn en árið 1992 urðu farþegar skipsins uppvísir að smygli á fimm kílóum af kannabisefnum og þrjúhundruð grömmum af amfetamíni. Tollverðir frá Reykjavík eru oft á svæðinu við komu Norrænu og reyndist svo einnig vera í gær og naut lögreglan því liðsinnis þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×