Fimm prósent neyta eiturlyfja 30. júní 2005 00:01 Eiturlyfjaneytendur voru um tvö hundruð milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaneyslu í heiminum, þar sem teknar voru saman tölur frá árunum 2003 og 2004. Það eru fimm prósent jarðarbúa ef miðað er við aldursbilið 15 til 64 ára. Fjölgun neytenda var um fimmtán milljónir milli ára og segja skýrsluhöfundar enga von um að hún verði minni á næsta ári. Kannabis er langvinsælasta eiturlyfið og í stöðugri sókn. Munar mest um aukna framleiðslu, sölu og neyslu á maríúana og hassi þegar heildarfjöldi eiturlyfjaneytenda er reiknaður út en kannabisneytendur eru um 160 milljónir. Í skýrslunni kemur fram að allir þættir bendi til þess að markaður með kannabisefni sé að stækka og engin ástæða til að ætla að þenslan taki enda. Mjög er litið til Afganistan þegar stærð markaðsins með ópíumefni er ákvarðaður. Talið er að 87 prósent af ólöglegum ópíumefnum sé uppruninn þar í landi og hefur framleiðsla efnisins fluttst þangað frá Suðaustur Asíu þar sem hún hefur minnkað um 78 prósent. Skýrsluhöfundar eru vongóðir um að með nýrri ríkisstjórn og stöðugra ástandi í Afganistan náist að minnka framleiðsluna. Afganir eru æstir í að sýna alþjóðasamfélaginu fram á þetta og brenndu á dögunum sextíu tonn af ópíum á bálköstum í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi gegn fíkniefnum. Heróín er vinsælasta ópíumefnið og er það jafnframt eiturlyfið sem veldur mestum vandamálum, samkvæmt skýrslunni. Mikil vonbrigði eru að ræktun á kókarunna hefur aukist í Perú og Bólivíu en úr laufum kókarunna er unnið kókaín. Ræktunin hefur dregist saman í Kólumbíu þótt landið framleiði enn um helming alls kókaíns sem er í umferð. Neysla kókaíns er að dragast saman í Bandaríkjunum á meðan hún eykst í Evrópu. Heildarverðmæti allra eiturlyfja sem seld voru í smásölu árið 2003 er áætlað um 322 milljónir Bandaríkjadollara, en það jafngildir tæpum 21 milljarði íslenskra króna. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Eiturlyfjaneytendur voru um tvö hundruð milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaneyslu í heiminum, þar sem teknar voru saman tölur frá árunum 2003 og 2004. Það eru fimm prósent jarðarbúa ef miðað er við aldursbilið 15 til 64 ára. Fjölgun neytenda var um fimmtán milljónir milli ára og segja skýrsluhöfundar enga von um að hún verði minni á næsta ári. Kannabis er langvinsælasta eiturlyfið og í stöðugri sókn. Munar mest um aukna framleiðslu, sölu og neyslu á maríúana og hassi þegar heildarfjöldi eiturlyfjaneytenda er reiknaður út en kannabisneytendur eru um 160 milljónir. Í skýrslunni kemur fram að allir þættir bendi til þess að markaður með kannabisefni sé að stækka og engin ástæða til að ætla að þenslan taki enda. Mjög er litið til Afganistan þegar stærð markaðsins með ópíumefni er ákvarðaður. Talið er að 87 prósent af ólöglegum ópíumefnum sé uppruninn þar í landi og hefur framleiðsla efnisins fluttst þangað frá Suðaustur Asíu þar sem hún hefur minnkað um 78 prósent. Skýrsluhöfundar eru vongóðir um að með nýrri ríkisstjórn og stöðugra ástandi í Afganistan náist að minnka framleiðsluna. Afganir eru æstir í að sýna alþjóðasamfélaginu fram á þetta og brenndu á dögunum sextíu tonn af ópíum á bálköstum í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi gegn fíkniefnum. Heróín er vinsælasta ópíumefnið og er það jafnframt eiturlyfið sem veldur mestum vandamálum, samkvæmt skýrslunni. Mikil vonbrigði eru að ræktun á kókarunna hefur aukist í Perú og Bólivíu en úr laufum kókarunna er unnið kókaín. Ræktunin hefur dregist saman í Kólumbíu þótt landið framleiði enn um helming alls kókaíns sem er í umferð. Neysla kókaíns er að dragast saman í Bandaríkjunum á meðan hún eykst í Evrópu. Heildarverðmæti allra eiturlyfja sem seld voru í smásölu árið 2003 er áætlað um 322 milljónir Bandaríkjadollara, en það jafngildir tæpum 21 milljarði íslenskra króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira