Innlent

Yfirtökunefnd stofnuð

Mikil þörf er á starfi yfirtökunefndar að mati forstjóra Kauphallar Íslands, en nefndin tekur til starfa á morgun. Nefndinni er ætlað að fjalla um yfirtökur fyrirtækja og álitaefni tengd þeim. Um leið og nefndin tekur til starfa taka ný lög um verðbréfaviðskipti gildi. Að sögn forstjóra Kauphallarinnar hefur nefndin margvísleg hlutverk. Meðal annars að gefa ráðleggingar og álit varðandi yfirtökur í fyrirtækjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×