Innlent

Maersk Air komið í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Danskir fjölmiðlar greina frá því að eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, hafi keypt Maersk Air af A.P. Möller. Flugfloti félagsins fylgir þó ekki með í kaupunum en vélarnar verða leigðar nýjum eigendum Maersk í allt að sex ár. Ekki stendur þó til að A.P. Möller eigi vélarnar lengi. Ástæða sölunnar eru sú að rekstur Maersk hefur ekki gengið sérlega vel, og segja talsmenn A.P. Möller smæð félagsins lykilatriði í því samhengi. Nú sé það nátengt Sterling og því verði hægt að skapa hagstæðari rekstrareiningu sem getur keppt á samkeppnismarkaði. Sterling og Maersk mynda nú langstærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og hið fjórða stærsta í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×