Innlent

Sjö mættir á svæðið

"Sjö manns hafa komið sér fyrir í tjöldum á virkjunarsvæðinu, nærri fallegum fossi í Sauðá sem fara mun undir vatn. Á næstu dögum mun innlendum og erlendum mótmælendum fjölga og frá og með mánaðamótunum, og fram eftir sumri, munum við standa fyrir mörgum listrænum uppákomum á svæðinu," segir Birgitta Jónsdóttir einn talsmanna mótmælenda. Lögreglan á Egilsstöðum segir að á vefsíðu mótmælenda sé fólk sem ætli að taka þátt í mótmælunum hvatt til að taka með sér ýmsan búnað og sumt af þeim búnaði sé leyfisskylt. Birgitta segir að ætlunin sé ekki að fremja lögbrot heldur hafi mótmælendum ekki gefist tími til að uppfæra vefsíðuna og þar með talið upplýsingar um æskilegan búnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×