Innlent

Sárnar að fá ekki viðbrögð

Stuðningsmenn Arons Pálma Ágústssonar, hinn svokallaði RJF-hópur, ætlar að halda út til Bandaríkjanna um miðjan júlí ef engin viðbrögð hafa þá borist frá Náðunar- og reynslulausnanefnd Texas-ríkis vegna erinda hópsins. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns hópsins, er tilgangurinn með ferðinni að reyna að fá Aron Pálma fluttan heim til Íslands. "Okkur hefur sárnað að fá engin viðbrögð við erindum okkar og finnst snautlegt að hundsa menn með þessum hætti. Okkur er því ekki annað fært en að knýja þarna dyra. Við höfum reynt að hafa samband út en enginn virðist vita neitt um erindi okkar," segir Einar. Hann segir að fyrst verði haldið til Washington þar sem gögn málsins liggi fyrir hjá íslenska sendiráðinu og í framhaldinu verði haldið til Houston til að reyna að banka upp á hjá ríkisstjóra. "Þetta virðist vera okkar eina leið til að nálgast málið og þá förum við hana," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×