Innlent

Skjólstæðingum sagt að fara annað

Það ætti enginn að þurfa að vera án heimilislæknis og heilsugæslustöðvar að mati Guðmundar Einarssonar, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík. Hann segir að reiknað sé með að allir fái þjónustu í sínu hverfi þótt það sé ekki hægt að standa við það alls staðar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að vera sagt upp af hverfisheilsugæslustöð við flutning í önnur hverfi og þeir standi þá uppi án heimilislæknis. "Fólk þarf að skrá sig á nýja heilsugæslustöð þegar það flytur milli hverfa og yfirleitt er fólki ekki sagt upp nema það sé búið að fá pláss á nýjum stað," segir Guðmundur. "Komi það hins vegar fyrir á fólk að tala við gömlu stöðina sína og fá frest þar til sú nýja getur tekið við þeim." Heilsugæslustöðvarnar eru með skipulagða móttöku fyrir skynditilfelli en Guðmundur vill einnig benda fólki á Upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar í símanúmerinu 1700. Þar eru tveir hjúkrunarfræðingar á vakt frá 8 til 17 og er ekkert aukagjald tekið fyrir símtöl umfram venjulegt gjald.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×