Forseti hafi beitt úreltu ákvæði 23. júní 2005 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með sín sérstöku tengsl við Stöð 2, beitti úreltu lagaákvæði í þágu fyrirtækja tengdum Baugi og vann eitthvert mesta skaðaverk sem unnið hefur verið íslenskum almenningi, segir Davíð Oddsson. Pólitíkin hér á landi hafi þannig ekki reynst Jóni Ásgeiri Jóhannessyni illa líkt og skilja megi af viðtali við BBC. Fjallað var um innrás Baugs inn á breskan markað í þættinum Working Lunch á BBC fyrir helgi. Fréttamaður kynnti sér fyrirtækið, umsvif þess og uppruna og ræddi við forstjórann og fleiri hér á landi. Rætt var um fjölmiðladeiluna á síðasta ári og þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Í þættinum sagði Jón Ásgeir um það mál að forsvarsmenn Baugs væru þess fullvissir að allt sem hefði gerst hefði verið af pólitískum rótum. Þetta væri löng saga og annan þátt þyrfti til að fjalla bara um hana. Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af rannsókninni sagði Jón Ásgeir svo ekki vera. Forsvarsmenn Baugs hefðu fullan stuðning hluthafa og þetta væri mál fyrirtækisins, endurskoðenda og lögfræðinga. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru mjög öruggir. Þegar fréttamaður BBC innti Jón Ásgeir eftir því hvort rannsóknin hefði verið fyrirtækinu dýrkeypt þegar það hefði verið að reyna að kaupa Arcadia sagði Jón Ásgeir að það hefði verið slæmt en lífið héldi áfram. Spurður hvort hann væri gramur út af því sagði Jón Ásgeir að hann hefði bara sagt hvernig þetta hefði gerst og söguna fram að atburðunum. Þetta hefði verið íslenskum stjórnmálum til skammar og sýndi hverngi menn gætu misnotað völd sín. Davíð Oddsson segist ekkert hafa fylgst með rannsókn efnahagsbrotadeildar og satt að segja muna illa eftir henni. „Ef það kemur á daginn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda þá þarf hann (Jón Ásgeir) nú ekki að óttast mikið því þá verður þessu öllu saman hent út úr dómstólunum," segir Davíð. Davíð telur forstjórann eiga erfitt með að kvarta yfir pólitíkinni á Íslandi þegar kemur að stóra deilumáli síðasta árs. Í fjölmiðlamálinu hafi menn leitast við að færa lög í þann búning sem annars staðar gerist þannig að allt fjölmiðlavald safnaðist ekki á örfárra manna hendur sem teldu sig af einhverjum ástæðum þurfa að eiga fjölmiðla með öðrum rekstri. „Það er nú ekki hægt að segja að þar hafi hið pólitíska vald verið þessum viðskiptajöfrum neikvætt því á endanum var það hvorki meira né minna en Ólafur Ragnar Grímsson, sem hafði sérstök tengsl við Stöð 2, sem beitti úreltu lagaákvæði sem ekki hafði verið notað í 60 ár í þágu þessara fyrirtækja þannig að það er nú afskaplega skrítið að bera sig svo upp á torgum í Bretlandi," segir Davíð. Í þættinum á BBC er auk Jóns Ásgeirs rætt við Jóhannes föður hans, Jón G. Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar, og mann sem kallaður er gamall nágranni, en það er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem þáttastjórnandi segir hrífast af forstjóranum. Ólafur Ragnar sagði í viðtalinu að strax sem barn hefði Jón Ásgeir sýnt mikla hæfileika á sviði verslunar. Hann myndi eftir Jóni fyrir utan stórverslun þegar hann hefði verið lítill drengur að selja poppkorn. Hann hefði keppt við verslunina á sinn hátt með sinn eigin rekstur. Davíð segir að fjölmiðlum í eigu Baugs hafi tekist með samfelldum áróðri og atbeina Ólafs Ragnars Grímssonar að drepa fjölmiðlalögin. „Ég held að það sé eitthvert mesta skaðaverk sem hafi verið unnið gagnvart íslenskum almenningi. Íslenskur almenningur þarf á því að halda að hér sé frjáls fjölmiðlun og dreifð á sem flestra hendur," segir Davíð. Þannig sé staðan ekki í dag að hans mati. Í viðtalinu gefur Jón Ásgeir Bretum góð ráð og segir líkur til að efnahagslífið þar batni verulega taki menn upp íslensku leiðina, dragi úr skriffinnsku og einfaldi lífið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með sín sérstöku tengsl við Stöð 2, beitti úreltu lagaákvæði í þágu fyrirtækja tengdum Baugi og vann eitthvert mesta skaðaverk sem unnið hefur verið íslenskum almenningi, segir Davíð Oddsson. Pólitíkin hér á landi hafi þannig ekki reynst Jóni Ásgeiri Jóhannessyni illa líkt og skilja megi af viðtali við BBC. Fjallað var um innrás Baugs inn á breskan markað í þættinum Working Lunch á BBC fyrir helgi. Fréttamaður kynnti sér fyrirtækið, umsvif þess og uppruna og ræddi við forstjórann og fleiri hér á landi. Rætt var um fjölmiðladeiluna á síðasta ári og þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Í þættinum sagði Jón Ásgeir um það mál að forsvarsmenn Baugs væru þess fullvissir að allt sem hefði gerst hefði verið af pólitískum rótum. Þetta væri löng saga og annan þátt þyrfti til að fjalla bara um hana. Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af rannsókninni sagði Jón Ásgeir svo ekki vera. Forsvarsmenn Baugs hefðu fullan stuðning hluthafa og þetta væri mál fyrirtækisins, endurskoðenda og lögfræðinga. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru mjög öruggir. Þegar fréttamaður BBC innti Jón Ásgeir eftir því hvort rannsóknin hefði verið fyrirtækinu dýrkeypt þegar það hefði verið að reyna að kaupa Arcadia sagði Jón Ásgeir að það hefði verið slæmt en lífið héldi áfram. Spurður hvort hann væri gramur út af því sagði Jón Ásgeir að hann hefði bara sagt hvernig þetta hefði gerst og söguna fram að atburðunum. Þetta hefði verið íslenskum stjórnmálum til skammar og sýndi hverngi menn gætu misnotað völd sín. Davíð Oddsson segist ekkert hafa fylgst með rannsókn efnahagsbrotadeildar og satt að segja muna illa eftir henni. „Ef það kemur á daginn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda þá þarf hann (Jón Ásgeir) nú ekki að óttast mikið því þá verður þessu öllu saman hent út úr dómstólunum," segir Davíð. Davíð telur forstjórann eiga erfitt með að kvarta yfir pólitíkinni á Íslandi þegar kemur að stóra deilumáli síðasta árs. Í fjölmiðlamálinu hafi menn leitast við að færa lög í þann búning sem annars staðar gerist þannig að allt fjölmiðlavald safnaðist ekki á örfárra manna hendur sem teldu sig af einhverjum ástæðum þurfa að eiga fjölmiðla með öðrum rekstri. „Það er nú ekki hægt að segja að þar hafi hið pólitíska vald verið þessum viðskiptajöfrum neikvætt því á endanum var það hvorki meira né minna en Ólafur Ragnar Grímsson, sem hafði sérstök tengsl við Stöð 2, sem beitti úreltu lagaákvæði sem ekki hafði verið notað í 60 ár í þágu þessara fyrirtækja þannig að það er nú afskaplega skrítið að bera sig svo upp á torgum í Bretlandi," segir Davíð. Í þættinum á BBC er auk Jóns Ásgeirs rætt við Jóhannes föður hans, Jón G. Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar, og mann sem kallaður er gamall nágranni, en það er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem þáttastjórnandi segir hrífast af forstjóranum. Ólafur Ragnar sagði í viðtalinu að strax sem barn hefði Jón Ásgeir sýnt mikla hæfileika á sviði verslunar. Hann myndi eftir Jóni fyrir utan stórverslun þegar hann hefði verið lítill drengur að selja poppkorn. Hann hefði keppt við verslunina á sinn hátt með sinn eigin rekstur. Davíð segir að fjölmiðlum í eigu Baugs hafi tekist með samfelldum áróðri og atbeina Ólafs Ragnars Grímssonar að drepa fjölmiðlalögin. „Ég held að það sé eitthvert mesta skaðaverk sem hafi verið unnið gagnvart íslenskum almenningi. Íslenskur almenningur þarf á því að halda að hér sé frjáls fjölmiðlun og dreifð á sem flestra hendur," segir Davíð. Þannig sé staðan ekki í dag að hans mati. Í viðtalinu gefur Jón Ásgeir Bretum góð ráð og segir líkur til að efnahagslífið þar batni verulega taki menn upp íslensku leiðina, dragi úr skriffinnsku og einfaldi lífið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira