Vill stöðva greiðslur 23. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira