Innlent

Seltirningar ánægðir

Seltirningar eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem bærinn veitir samkvæmt nýrri viðhorfskönnunn Gallups. Þar kemur fram að 85 prósent aðspurðra telja þjónustu bæjarins í heild vera góða og níu af hverjum tíu eru ánægðir með viðmót og framkomu bæjarstarfsmanna. Leikskólar bæjarins fá góða umsögn bæjarbúa en 95 prósent aðspurðra segja þá veita góða þjónustu. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri er afar ánægður með niðurstöðurnar og segir þær viðurkenningu á því að bærinn vinni vel en einnig séu þær hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×