Innlent

Ný skattlagning á bíleigendur

Nýupptekin bílastæðisgjöld við Leifsstöð eru að mati Félags íslenskra bifreiðareigenda ekkert annað en nýr skattur á bíleigendur. Frá og með 10. maí er fólki gert að greiða hundrað krónur ætli það sér að leggja bíl sínum í skammtímastæði í klukkustund. Hefur það vakið furðu enda langflestir sem eru annaðhvort að keyra fólk til Leifsstöðvar eða sækja fólk úr flugi og sjaldgæft að stoppað sé lengur en nokkrar mínútur. Rökin fyrir gjaldinu eru að margir hafi misnotað skammtímastæðin og lagt bílum sínum þar meðan farið var erlendis en FÍB telur þau rök haldlítil enda hafi miklar tafir og óþægindi af hlotist eftir að gjaldhlið voru sett upp. Fá forsvarsmenn Leifsstöðvar enda falleinkunn fyrir þjónustulund og skilvirkni að mati félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×