Innlent

Pólverjarnir með atvinnuleyfi

"Ég er komin með alla pappíra og leyfi og þessir menn eru nú starfandi fyrir mig á löglegan hátt," segir Sverrir Pétur Pétursson, málarameistari og eigandi SPP Málunar ehf. Fjórir af þeim Pólverjum sem hingað komu fyrir tilstuðlan Geymis og störfuðu án heimilda og á lágum launum störfuðu fyrir SPP Málun en Sverrir fullyrðir að hann hafi á engan hátt komið að launsamningum eða kjaraviðræðum við mennina fjóra. "Það fór alfarið í gegnum Geymi og ég forvitnaðist ítrekað um hvort ekki hefði verið gengið frá öllum leyfum og launum og mér var aftur og aftur tjáð að svo væri." Hann segist hins vegar hafa komist að því að skömmum tíma liðnum að ekki væri allt með felldu og þá voru þeir komnir í samband við mann sem aðstoðaði þá með framhaldið. "Þessir menn eru aftur komnir til starfa hjá mér og ég hef fengið fyrir þá tilskilin leyfi og málinu því vonandi lokið fyrir þá."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×