Innlent

Samningur við kínverskan háskóla

Háskólinn á Akureyri hefur undirritað samstarfssamning við China University of Political Science and Law í Peking (CUPL). Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að samningurinn taki fyrst og fremst til félagsvísinda- og lagadeildar skólans og kveði á um nemenda- og kennaraskipti á komandi misserum, auk þess sem áform séu uppi um samstarf á sviði mannréttindamála og lagarannsókna. CUPL er einn virtasti lagaháskóli Kína en hann er staðsettur í Haidian og Corps Hill í Peking. Á fimmtíu árum hefur CUPL útskrifað 10.000 lögfræðinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×