Gæslumenn framtíðarinnar 23. júní 2005 00:01 Heppnir og áhugasamir tíundubekkingar um land allt eru nú sem fyrr varðskipsnemar hjá Landhelgisgæslunni. Á dögunum kom varðskipið Týr í höfn í Reykjavík með sex krakka sem dvalið höfðu um borð í fimmtán daga. Kynntust þeir daglegum verkum Gæslunnar til sjós og gengu í flest störf í vélarrúmi, eldhúsi, á þilfari og stjórnpalli. "Það eru sérstakir og skemmtilegir túrar þegar krakkarnir koma um borð og afskaplega ánægjulegt að hafa þá með," segir Thorben Lund yfirstýrimaður á Tý. "Vanalega fá þeir smá fiðring í magann þegar lagt er af stað, vita auðvitað ekki hvað bíður, en koma svo skælbrosandi í land og vilja helst fara annan túr," bætir hann við. Tilgangurinn er ekki aðeins að skemmta krökkunum og stytta þeim stundir í sumarleyfinu heldur býr annað og meira að baki. "Ein hugsunin er að kynna þessi störf fyrir ungviðinu svo við fáum endurnýjun í stofninn," segir Thorben. Það er sum sé verið að ala upp framtíðarstarfsmenn Landhelgisgæslunnar. Sjálfur hóf Thorben störf í Gæslunni sextán ára og hefur nú unnið þar í 21 ár. Undir lok síðasta túrs Týs kom sonur Thorbens, Bergþór, um borð og undi sér vel. "Hann er tíu ára og upprennandi Landhelgisgæslumaður. Hann fann ekki fyrir sjóveiki þó ekki væri gott í sjóinn. Sjálfur var ég hins vegar sjóveikur þegar ég fór mína fyrstu túra," segir Thorben yfirstýrimaður. Pálmi Jónsson 2. stýrimaður á Óðni kennir þeim Rakel S. Jónasdóttur og Kristjáni K. Kristjánssyni undirstöðuatriði siglingafræðinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Heppnir og áhugasamir tíundubekkingar um land allt eru nú sem fyrr varðskipsnemar hjá Landhelgisgæslunni. Á dögunum kom varðskipið Týr í höfn í Reykjavík með sex krakka sem dvalið höfðu um borð í fimmtán daga. Kynntust þeir daglegum verkum Gæslunnar til sjós og gengu í flest störf í vélarrúmi, eldhúsi, á þilfari og stjórnpalli. "Það eru sérstakir og skemmtilegir túrar þegar krakkarnir koma um borð og afskaplega ánægjulegt að hafa þá með," segir Thorben Lund yfirstýrimaður á Tý. "Vanalega fá þeir smá fiðring í magann þegar lagt er af stað, vita auðvitað ekki hvað bíður, en koma svo skælbrosandi í land og vilja helst fara annan túr," bætir hann við. Tilgangurinn er ekki aðeins að skemmta krökkunum og stytta þeim stundir í sumarleyfinu heldur býr annað og meira að baki. "Ein hugsunin er að kynna þessi störf fyrir ungviðinu svo við fáum endurnýjun í stofninn," segir Thorben. Það er sum sé verið að ala upp framtíðarstarfsmenn Landhelgisgæslunnar. Sjálfur hóf Thorben störf í Gæslunni sextán ára og hefur nú unnið þar í 21 ár. Undir lok síðasta túrs Týs kom sonur Thorbens, Bergþór, um borð og undi sér vel. "Hann er tíu ára og upprennandi Landhelgisgæslumaður. Hann fann ekki fyrir sjóveiki þó ekki væri gott í sjóinn. Sjálfur var ég hins vegar sjóveikur þegar ég fór mína fyrstu túra," segir Thorben yfirstýrimaður. Pálmi Jónsson 2. stýrimaður á Óðni kennir þeim Rakel S. Jónasdóttur og Kristjáni K. Kristjánssyni undirstöðuatriði siglingafræðinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira