Innlent

Farþegum fjölgaði um 16,1%

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 16,1% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 11,5% á milli ára, eru nú 484 þúsund en voru 434 þúsund á sama tíma í fyrra. Sætanýting í millilandaflugi í maí var 80%, eða sex prósentustigum hærri en í maí í fyrra. Þá fjölgaði farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands um 3,2 % í maí frá sama mánuði á síðasta ári og voru tæp 29 þúsund. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þeir 5,7% fleiri en í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×