Innlent

Engin ástæða til að óttast skort

Lambakjötsbirgðir í landinu eru nægar til að anna eftirspurn þangað til ferskt kjöt kemur aftur á markaðinn í september að mati sérfræðinga hjá Bændasamtökunum og engin ástæða til að óttast skort í sumar. Vel yfir tvö þúsund tonn af lambakjöti eru enn til í landinu og þar sem nokkrir bændur eru þegar farnir að huga að sumarslátrun á það magn að duga út júlímánuð eða þangað til nýslátrað fæst aftur í verslunum í byrjun ágúst. Guðrún Sigurjónsdóttir hjá landssambandi sláturleyfishafa segir að á sama tíma í fyrra hafi birgðastaða lambakjöts verið um þrjú þúsund tonn og talsvert hafi verið eftir af því þegar nýslátrað kom á markað. Þrátt fyrir að magnið sé minna nú telur hún ekki líkur á að skortur geri vart við sig heldur eigi allir að eiga nóg kjöt á grillið fram á haust. Verð munu þó að líkindum hækka þegar nýslátrað kemur á markaðinn aftur enda eftirspurn ávallt mikil eftir nýju og ferskum afurðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×