Innlent

Nýtt olíufélag

Íslensk olíumiðlun hefur látið reisa um 4000 tonna olíutank í Neskaupstað og hyggst hefja sölu á skipaolíu innan nokkurra vikna. Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta eina olíufélagið með lögheimili á landsbyggðinni en hann segir aðstæður í Neskaupstað afar hentugar. „Á Norðfirði er besta höfn landsins og þar er landað um 12% af öllum þeim afla sem berst á land á Íslandi. Danska olíufélagið Malik er meðeigandi okkar og menn frá þeim koma hingað í næstu viku og í kjölfarið byrjum við að selja olíu," segir Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×