Innlent

Dregur úr áhuga á dísilbifreiðum

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur það klárt mál að hækkun á verði dísilolíu sem fylgir afnámi þungaskatts í sumar muni draga úr áhuga á dísilbifreiðum. Umhverfisráðherra er hins vegar ekki svo svartsýnn. Þann 1. júlí verður þungaskattur afnuminn og í staðinn tekið upp sérstakt olíugjald sem leggst við díselolíu. Umhverfisráðherra sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að hún fagnaði breytingunum, jafnvel þótt umhverfisvænni dísilolían muni kosta meira en bensínið fyrst um sinn; það sé háð markaðsaðstæðum og geti breyst. Nú kostar disillítrinn tæpar 50 krónur en eftir breytingarnar er talið að lítrinn geti farið upp í allt að 110 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar kerfisbreytingunni, þ.e. að fara úr þungaskatti og yfir í olíugjald. En hann telur að auknar álögur ríkisins á dísilolíu muni draga úr áhuga Íslendinga á að kaupa dísilbíl og bendir á að upphaflega hafi frumvarpið sem kynnt var átt að hvetja til aukinnar notkunar á dísilbílum. Þarna sé ákveðinn sálrænn þröskuldur; fólk geti hugsanlega réttlætt kaupin yfir eitthvert árabil en það sé erfitt þegar dísilbíllinn er dýrari í grunninn. Runólfur segir að verðið á dísillítranum í flestum þeim löndum sem við berum okkur gjarnan við sé umtalsvert lægra en á bensínlítranum. Það hafi verið hluti af hvatakerfi stjórnvalda til þess að koma á ákveðinni neyslubreytingu. Menn séu jú að ávinna það að díselbíllinn eyði minna eldsneyti og því komi, eðli málsins samkvæmt, minni koltvísýringsmengun frá þeim ökutækjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×