Innlent

Nýtt fjölmiðlafyrirtæki stofnað

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra heitir nýja fyrirtækið Ár og dagur og er skráð sem fjölmiðlafyrirtæki til húsa að Bæjarlind í Kópavogi. Sigurður er skráður stjórnarformaður, Karl framkvæmdastjóri og Steinn Kári meðstjórnandi. Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið í gær ekki hafa stofnað nýtt fyrirtæki. "Ég hef ekki stofnað neitt hlutafélag. Ég er bara lögfræðingur og hvað ég geri fyrir skjólstæðinga mína er trúnaðarmál," sagði hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stefna þremenningarnir að útgáfu nýs dagblaðs sem koma á út fimm daga vikunnar, þriðjudaga til laugardags. Því verður dreift frítt í um 75 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hafa verið ráðnir sölumenn á auglýsingadeild blaðsins, sem og fólk í umbrot og ljósmyndun. Þegar Sigurður var spurður um það hvort hann væri að fara að gefa út dagblað svaraði hann: "Það hefur ekki verið rætt um það við mig." Steinn vildi ekki tjá sig um málið í gær. "Ég veit ekkert um þetta," sagði Steinn. Ekki náðist í Karl Garðarsson í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×