Tugir athugasemda við nýja biblíu 20. apríl 2005 00:01 Tugir athugasemda hafa borist við þýðingu Nýja testamentisins, sem er til kynningar á vefsíðu Hins íslenska biblíufélags, að sögn Jóns Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins. "Við sendum öllum prestum, trúfélögum og tilteknum einstaklingum textann til yfirlestrar," sagði hann. "Athugasemdir hafa verið að berast frá öllum þessum aðilum. Mér sýnist að þeir lesi sérstaklega yfir þær bækur sem þeir hafa áhuga á og geri ýmsar athugasemdir." Jón sagði að ábendingarnar dreifðust á ýmis atriði. Þar stæði ekkert eitt upp úr. Sem dæmi nefndi hann réttlætishugtakið. Í nýju þýðingunni væri orðalaginu breytt, þannig að í stað "...þá munu hinir réttlátu segja..." kæmi "...þá munu þeir sem fóru að vilja Guðs segja..." Hann sagði að allmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við þetta og virtust margir vilja halda í réttlætishugtakið. "Þá eru nokkrar athugasemdir um þéringarnar "vér" og "oss". Stefnan er sú að stíga hálft skref þar, að halda þessu óbreyttu í lithúrgískum textum, það er þeim sem notaðir eru við helgiathafnir, og bænatextum, en nota í frásögu "við" og "okkur." Við sjáum á innsendum ábendingum að mörgum finnst vænt um þetta gamla form, en láta þess jafnframt getið að þeir verði að útskýra það fyrir fermingarbörnum, svo dæmi séu nefnd," sagði Jón. "Í Mattheusarguðspjalli segir í þýðingunni að Jesú sé "reyndur." Í athugasemd þar að lútandi vill viðkomandi að talað sé um að hans sé "freistað." Viðkomandi finnst fyrra hugtakið of máttlaust." "Ég vil taka það sérstaklega fram að þetta er þýðingartillaga," sagði Jón enn fremur. "Allur almenningur getur farið á heimasíðu félagsins og kynnt sér hana." Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 5. maí að sögn Jóns. Þær má senda til Hins íslenska biblíufélags í Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð 101, Reykjavík. Kynningarútgáfan er aðgengileg á heimasíðunni www.biblian.is. Fréttir Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Tugir athugasemda hafa borist við þýðingu Nýja testamentisins, sem er til kynningar á vefsíðu Hins íslenska biblíufélags, að sögn Jóns Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins. "Við sendum öllum prestum, trúfélögum og tilteknum einstaklingum textann til yfirlestrar," sagði hann. "Athugasemdir hafa verið að berast frá öllum þessum aðilum. Mér sýnist að þeir lesi sérstaklega yfir þær bækur sem þeir hafa áhuga á og geri ýmsar athugasemdir." Jón sagði að ábendingarnar dreifðust á ýmis atriði. Þar stæði ekkert eitt upp úr. Sem dæmi nefndi hann réttlætishugtakið. Í nýju þýðingunni væri orðalaginu breytt, þannig að í stað "...þá munu hinir réttlátu segja..." kæmi "...þá munu þeir sem fóru að vilja Guðs segja..." Hann sagði að allmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við þetta og virtust margir vilja halda í réttlætishugtakið. "Þá eru nokkrar athugasemdir um þéringarnar "vér" og "oss". Stefnan er sú að stíga hálft skref þar, að halda þessu óbreyttu í lithúrgískum textum, það er þeim sem notaðir eru við helgiathafnir, og bænatextum, en nota í frásögu "við" og "okkur." Við sjáum á innsendum ábendingum að mörgum finnst vænt um þetta gamla form, en láta þess jafnframt getið að þeir verði að útskýra það fyrir fermingarbörnum, svo dæmi séu nefnd," sagði Jón. "Í Mattheusarguðspjalli segir í þýðingunni að Jesú sé "reyndur." Í athugasemd þar að lútandi vill viðkomandi að talað sé um að hans sé "freistað." Viðkomandi finnst fyrra hugtakið of máttlaust." "Ég vil taka það sérstaklega fram að þetta er þýðingartillaga," sagði Jón enn fremur. "Allur almenningur getur farið á heimasíðu félagsins og kynnt sér hana." Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 5. maí að sögn Jóns. Þær má senda til Hins íslenska biblíufélags í Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð 101, Reykjavík. Kynningarútgáfan er aðgengileg á heimasíðunni www.biblian.is.
Fréttir Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira