Innlent

Afnám vaxtabóta

Gera þarf skýran greinarmun á almennum lánveitingum og félagslegum stuðningi vegna umræðunnar um afnám vatabóta, að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir að núverandi ríkislánasjóður geri ekki slíkt í dag. "Vaxtagjöld eru ein af fleiri mögulegum leiðum til að veita þeim sem þess þurfa félagslegan stuðning við að koma sér þaki yfir höfuðið, og vel þekkt leið í nágrannalöndum. Það í hvaða formi hann er og hversu mikill slíkur stuðningur er, verður hins vegar alltaf ákvörðun stjórnmálamanna á hverjum tíma," segir Guðjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×