Erlent

Tugir grófust undir ruslahaug

Í það minnsta 41 lést þegar ruslahaugur hrundi yfir fátækrahverfi nærri bænum Bandung á Vestur Java í Indónesíu. Um það bil sjötíu til viðbótar er saknað og óttast að þeir hafi látist. Mikil rigning olli því að ruslahaugurinn fór á ferð og færði fjölda heimila á kaf. Meðal þeirra sem létust voru íbúar og fólk sem hafði framfæri sitt af því að leita uppi nothæfa hluti sem aðrir höfðu hent. Sex fundust á lífi fyrstu klukkutímana eftir að ruslahaugurinn hrundi yfir þorpið á mánudag en síðan þá hafa aðeins lík fundist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×