Lífið

Enn til miðar á Izzard

Enn eru örfáir miðar eftir á aukasýningu grínistans Eddie Izzard á Broadway þann 10. mars og fást þeir m.a. í verslunum Skífunnar og á event.is. Miðar á fyrri sýninguna seldust upp á 8. mínútum í morgun. Enginn möguleiki er á annarri aukasýningu, en aðeins 800 miðar eru í boði. "Ég held að það sé aldrei hægt að búast við svona sölu. Þetta er líka búið að bera fljótt að. Sýningin var staðfest fyrir fimm dögum og það var engin brjáluð markaðsherferð í gangi," segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Event sem flytur Izzard til landsins. "Maður fann það í kringum sig að það væri mikil spenna fyrir þessu enda hafði ég fengið langflestar beiðnir um að fá Eddie Izzard hingað." Grunur lék á um að miðarnir á fyrri sýninguna myndu klárast á skömmum tíma eins og hafði gerst í nágrannalöndunum deginum áður. "Þá grunaði að þetta myndi gerast og voru með opna daga í planinu fyrir þennan túr. Það er enginn smá hiti fyrir Izzard og aðeins ein ástæða fyrir því. Hann er örugglega einn besti uppistandarinn í heiminum í dag," segir Ísleifur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.