Innlent

4000 manns á Kirkjudögum

Skólavörðuholtið iðaði af lífi í dag í tengslum við Kirkjudaga sem Þjóðkirkjan stendur fyrir. Talið er að um fjögur þúsund manns hafi tekið þátt í dagskránni í dag. Boðið var upp á málstofur, listsýningar og götuleikhús svo fátt eitt sé nefnt. Í kvöld var efnt til tónleika í Hallgrímskirkju sem hófust klukkan átta en systkinin KK og Ellen Kristjánsdóttir eru meðal flytjenda. Klukkan hálfellefu verður kvöldvaka en á miðnætti mun Karl Sigurbjörnsson biskup slíta Kirkjudögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×