Innlent

Skorti skilning á fjármálum HÍ

Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskóla Íslands, sakaði fjármálaráðuneytið um skilningsskort á fjármálum Háskóla Íslands í síðustu brautskráningarræðu sinni í Egilshöll í dag. Páll sagði viðbrögð embættismanna ráðuneytisins við nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um háskólann benda til þess að þeir skildu ekki hvernig standa þyrfti að uppbygginu öflugs rannsóknarháskóla. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi á ótvíræðan hátt að skólinn þyrfti á veralega auknum framlögum að halda til að rækja skyldur sínar. Þá sagði rektor að mestu vonbrigði sín í rektorsstarfi væru þau að ekki skyldi hafa tekist að fá stjórnvöld til að leggja háskólanum það lið sem hann nú þyrfti til að axla fyllilega ábyrgðina sem honum væri falin lögum samkvæmt í íslensku þjóðfélagi. Alls var 801 kandídat brauskráður frá Háskóla Íslands í dag, sem er mesti fjöldi í sögu skólans, en alls hafa ríflega níu þúsund manns verið brautskráðir frá skólanum í átta ára rektorstíð Páls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×