Innlent

Aldrei fleiri brautskráðir frá HÍ

Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands fer fram í Egilshöll í dag og hefst hún klukkan eitt. Þetta er jafnframt 24. og síðasta brautskráning í rektorstíð Páls Skúlasonar. 801 kandídat verður útskrifaður og en sá elsti verður áttræður í haust. Það er Magnús Sigurðsson sem útskrifast með B.A.-próf í íslensku. Þá má geta þess að fyrstu nemendur ljúka nú meistaranámi í fötlunarfræðum og í upplýsinga- og bókasafnsfræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×