Innlent

Fóru hringinn á vetnishjóli

Japanskir áhugamenn um nýtingu hreinnar orku luku í gær ferð sinni um landið á vetnisknúnu hjóli. "Þetta eru eiginlega ævintýramenn, þeir hafa meðal annars flogið yfir Bandaríkin á sólarknúinni flugvél. Þegar Íslendingar fóru að brölta í vetnisrannsóknum fannst þeim þetta kjörin hugmynd," segir Jón Björn Skúlason frá Íslenskri NýOrku sem aðstoðaði Japanana, en þeir voru í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. Japanirnir útveguðu alla hluti í hjólið, sem þeir kalla Vetnislundann, sjálfir og þótti ferð þeirra um landið takast furðuvel. "Það er ákveðinn lærdómur í þessu, þeir nota aðeins öðruvísi vetnistækni en við höfum verið að vinna í. Það er önnur vetnisgeymsla í þessu hjóli og miklu minni rafall. En þessi hugmyndafræði um dreifingu vetnis er líka skemmtileg, kannski verður fólk farið að nota svona hjól innan skamms. Við vildum sýna fólki fram á að tæknin er ekki bara notuð í nokkra strætisvagna," segir Jón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×