Seltirningar völdu S-tillögu 25. júní 2005 00:01 Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. S-tillaga gerir ráð fyrir að gervigrasvöllurinn kæmi vestan við íþróttamiðstöðina við Suðurströnd og að á Hrólfsskálamel verði byggðar 90 nýjar íbúðir fyrir um það bil 240 íbúa. H-tillagan gerði hinsvegar ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn yrði settur niður á Hrólfsskálamel og að íbúðarbyggð yrði reist þar sem S-tillaga gerir ráð fyrir vellinum. Samkvæmt H-tillögunni yrðu byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um 350 íbúa. Þegar blaðið fór í prentun var búið að telja um tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og hafði S-tillagan hlotið um 56 prósent gegn um 42 prósentum H-tillögunnar. Um 52 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði. Gervigrasvöllurinn verður því þar sem malarvöllurinn er nú, sunnan við Valhúsaskóla og vestan við íþróttamiðstöðina. Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir bæjarstjórn. "Ég gleðst mjög yfir þessu," segir Þór Whitehead, ötull stuðningsmaður S-tillögunnar. "Þarna kemur fram vilji fólksins, ef úrslit ráðast eins og fyrstu tölur benda til." Þá segist Þór einnig fagna hversu margir tóku þátt í kosningunni og skynsemin hafi sigrað í baráttunni fyrir betra skipulagi á Seltjarnarnesi. "Við lítum svo að þessi barátta, sem hófst í fyrra gegn skipulagstillögum sem bæjarstjórnin hafði sameinast um, hafi skilað lokaárangri í þessum úrslitum." Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. S-tillaga gerir ráð fyrir að gervigrasvöllurinn kæmi vestan við íþróttamiðstöðina við Suðurströnd og að á Hrólfsskálamel verði byggðar 90 nýjar íbúðir fyrir um það bil 240 íbúa. H-tillagan gerði hinsvegar ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn yrði settur niður á Hrólfsskálamel og að íbúðarbyggð yrði reist þar sem S-tillaga gerir ráð fyrir vellinum. Samkvæmt H-tillögunni yrðu byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um 350 íbúa. Þegar blaðið fór í prentun var búið að telja um tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og hafði S-tillagan hlotið um 56 prósent gegn um 42 prósentum H-tillögunnar. Um 52 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði. Gervigrasvöllurinn verður því þar sem malarvöllurinn er nú, sunnan við Valhúsaskóla og vestan við íþróttamiðstöðina. Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir bæjarstjórn. "Ég gleðst mjög yfir þessu," segir Þór Whitehead, ötull stuðningsmaður S-tillögunnar. "Þarna kemur fram vilji fólksins, ef úrslit ráðast eins og fyrstu tölur benda til." Þá segist Þór einnig fagna hversu margir tóku þátt í kosningunni og skynsemin hafi sigrað í baráttunni fyrir betra skipulagi á Seltjarnarnesi. "Við lítum svo að þessi barátta, sem hófst í fyrra gegn skipulagstillögum sem bæjarstjórnin hafði sameinast um, hafi skilað lokaárangri í þessum úrslitum."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira