Minni velta á húsnæðismarkaði 25. júní 2005 00:01 Velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var rétt rúmlega 2,5 milljarðar og hefur ekki verið minni frá því í ágúst á síðasta ári. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 19,7 milljónir króna. Veltan dróst saman um meira en helming frá vikunni á undan en þá velti húsnæðismarkaður höfuðborgarsvæðisins um 5,6 milljörðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignamats ríkisins. Ingólfur G. Gissurarson fasteignasali segir að síðustu tvo, þrjá mánuði hafi orðið vart við mun minni eftirspurn á markaði og nú sé svo komið að framboðið sé mun meira en eftirspurnin. Enn sé verð þó allhátt enda horfi þeir sem eru að selja til þess hversu hátt verðið hefur verið undanfarið. Hann segir að það ríki líka ákveðin hræðsla á markaðnum vegna fréttaflutnings af því að raunverðgildi fasteigna lækki umtalsvert ef verðbólga heldur áfram að vaxa. Aðspurður hvort verðbólan sé að hjaðna eða jafnvel springa segir Ingólfur ekki halda að svo sé. Hann telur hinsvegar að verðið muni ekki hækka meira en orðið er. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist heldur ekki búast við því að verðið lækki að neinu ráði. Hann segir líklega ástæðu fyrir skyndilega minni eftirspurn á húsnæðismarkaði vera að bæði þeir sem hafi nýtt nýja lánamöguleika til að hagræða sínum húsnæðislánum séu búnir að því sem og þeir sem lögðu í að kaupa sína fyrstu íbúð vegna hagstæðari lána. Hann hefur ekki áhyggjur af því að allt fari á versta veg svo lengi sem hagvöxtur helst nokkuð stöðugur í landinu. Guðmundur segist þekka til fasteignasala sem kvarta undan því núna að eignir hreyfist lítið miðað við það sem áður var. Hann býst því við því að mestu lætin séu búin á húsnæðismarkaðinum í bili. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var rétt rúmlega 2,5 milljarðar og hefur ekki verið minni frá því í ágúst á síðasta ári. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 19,7 milljónir króna. Veltan dróst saman um meira en helming frá vikunni á undan en þá velti húsnæðismarkaður höfuðborgarsvæðisins um 5,6 milljörðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignamats ríkisins. Ingólfur G. Gissurarson fasteignasali segir að síðustu tvo, þrjá mánuði hafi orðið vart við mun minni eftirspurn á markaði og nú sé svo komið að framboðið sé mun meira en eftirspurnin. Enn sé verð þó allhátt enda horfi þeir sem eru að selja til þess hversu hátt verðið hefur verið undanfarið. Hann segir að það ríki líka ákveðin hræðsla á markaðnum vegna fréttaflutnings af því að raunverðgildi fasteigna lækki umtalsvert ef verðbólga heldur áfram að vaxa. Aðspurður hvort verðbólan sé að hjaðna eða jafnvel springa segir Ingólfur ekki halda að svo sé. Hann telur hinsvegar að verðið muni ekki hækka meira en orðið er. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist heldur ekki búast við því að verðið lækki að neinu ráði. Hann segir líklega ástæðu fyrir skyndilega minni eftirspurn á húsnæðismarkaði vera að bæði þeir sem hafi nýtt nýja lánamöguleika til að hagræða sínum húsnæðislánum séu búnir að því sem og þeir sem lögðu í að kaupa sína fyrstu íbúð vegna hagstæðari lána. Hann hefur ekki áhyggjur af því að allt fari á versta veg svo lengi sem hagvöxtur helst nokkuð stöðugur í landinu. Guðmundur segist þekka til fasteignasala sem kvarta undan því núna að eignir hreyfist lítið miðað við það sem áður var. Hann býst því við því að mestu lætin séu búin á húsnæðismarkaðinum í bili.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira