Innlent

Styrktu hvalveiðimenn í banni

Sjávarútvegsráðuneytið veitti Félagi hrefnuveiðimanna átta milljóna króna styrk á ári frá árinu 1998 til ársins 2001en hrefnuveiðar voru bannaðar á þessum árum. Samtals námu styrkirnir 32 milljónum sem félagið fékk frá ráðuneytinu á þessum fjórum árum. Í bókhaldi ráðuneytisins eru þessar greiðslur skráðar sem styrkur til hrefnuveiðimanna. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar hann var spurður eftir því hvort hvalveiðimenn væru á greiðslum þegar á hvalveiðibanni stæði. Einnig hefur ráðuneytið látið rúmar tvær milljónir króna af hendi rakna á sama tímabili til norsku samtakanna High North Alliance sem stofnuð voru til að berjast gegn hvalveiðibanninu. Í bókhaldinu eru þær greiðslur skráðar sem greiðslur til markaðs- og kynningarstarfs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×