Innlent

Börn geta ekki notað netbanka KB

Börn á aldrinum 11 til 18 ára þurfa að gera sérstaka samninga við KB Banka til að geta millifært og notað netbanka bankans. Foreldrar þurfa að skrifa undir samninginn sem forráðamenn barnsins. Ef ekki er skrifað undir slíkan samning hafa foreldar og börnin einungis lesaðgang að reikningunum. Að sögn Elsu Jónsdóttur starfsmanni viðskiptabankasviðs KB banka eru þessar reglur settar í samræmi við lögræðislög frá árinu 1997.  Þessar reglur séu einnig til þess fallnar að auka fjármálavit barna á aldrinum 11 til 18 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×