Innlent

Fæst banaslys á Austurlandi

Flest banaslys á Íslandi á árunum 2001 til 2004 urðu á suður- suðvestur og norðurlandi. Fæst banaslys á þessum tíma urðu á Austurlandi. Rannsóknarnefnd umferðarslysa kynnti í morgun skýrslu um umferðarslys á Íslandi á árunum 2001 til 2004. Þar kom fram að undanfarin ár hafa orðið eitt til tvö banaslys meðal erlendra ferðamanna og hafa þau yfirleitt orðið í júlí og ágúst. Uppi eru hugmyndir um að láta þýða umferðarskilti fyrir erlenda ferðamenn, en mörg slysin verða á malarvegum. Nánar verður greint frá skýrslunni í fréttum stöðvar 2 í kvöld. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×