Innlent

Verðhækkun á díselolíu

Menn eru farnir að hamstra dísilolíu. Næsta föstudag verður lítrinn af dísilolíu nánast jafndýr og bensínlítrinn. Einstaklingum er leyfilegt að kaupa 5000 lítra af olíu án þess að borga af henni þungaskatt og hafa margir nýtt sér það. Þungaskattur verður aflagður á föstudaginn næsta og olíugjald tekið upp í staðinn. Með þessu er gjaldtaka af dísilbifreiðum og bensínbifreiðum samræmd og breytist þá gjaldtakan frá því að vera gjald á ekna kílómetra yfir í gjald á það eldsneytismagn sem notað er. Þá verður dísellítrinn nánast jafndýr og bensínlítrinn. Fram að þeim tíma má þó kaupa 5000 lítra af dísilolíu á hverja kennitölu án þess að greiða af henni skatt. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir þá sem eiga eldsneyti umfram 5000 lítra þurfa að gefa upp umframmagnið. Til að geta keypt þetta magn af olíu þarf ákveðna geyma sem gerðir eru fyrir olíuna. Fram til þessa dags eru um 10 þúsund geymar í umferð í landinu í eigu einstaklinga og fyrirtækja. Flestir þeirra taka um 1-2000 lítra en sumir taka allt upp í 14 þúsund lítra. Aðspurður segir Hörður að það sé ekki mikið um að menn séu með þetta í heimahúsum og segir menn yfirleitt ganga mjög vel frá þessau. Notendur díselolíu gætu því sparað sér dágóða summu með því að fylla 5000 lítra kvótann fyrir föstudaginn. Hörður segir fólk geta verið að kaupa svona á bilinu 250 þúnund og sparað sér annað eins í þungaskatti. Og þessi fimm þúsund lítrar duga að sögn Harðar, sé miðað við meðalakstur í eitt-tvö ár. Hörður segir að júní og júli mánuður séu venjulega 80% stærri en aðrir mánuðir í dreifingu. En þessi júnimáuður verður ennþá stærri og dreifikerfið er nánast sprungið og unnið er dag og nótt til þess að ná endum saman fyrir 1. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×