Innlent

Beltin bjarga

Í skýrslum Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í umferðinni 2004 og umferðarslys erlendra ferðamanna á Íslandi sama ár kom fram að fækka mætti banaslysum á Íslandi um fimmtung ef bílbelti væru ávallt notuð.  Árið 2004 fórust 23 í 20 umferðaslysum, flest á suður- og suðvesturhorni og á Norðurlandi, en jafnmargir létust í umferðinni árið 2003. Helsta orsök banaslysa árið 2004 var sú að bílbelti var ekki notað. Hlutfallsleg fækkun hefur orðið á slysum miðað við aukinn fjölda keyrðra kílómetra. Í samanburði við önnur lönd er Ísland rétt yfir meðallagi hvað varðar fjölda banaslysa, en af Norðurlöndunum er umferðarmenning Íslendinga og Dana verst stödd hvað banaslys varðar.  Í skýrslu um umferðarslys erlendra ferðamanna kemur fram að slysum erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hefur fjölgað verulega undanfarin ár, þrátt fyrir forvarnarátak á bílaleigum. Orsakir slysanna eru mistök ökumanna sem má rekja til vanþekkingar á aðstæðum, svo sem akstri í lausamöl, fremur en hraðaaksturs eða ölvunaraksturs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×