Innlent

Flugherinn tekur við varnarstöð

Flugherinn tekur við rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík á næsta ári. Þetta fullyrðir fréttavefur Víkurfrétta í Keflavík í frétt sem birtist í dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins mun flugherinn taka við rekstri stöðvarinnar þann 1. október á næsta ári. Til marks um yfirtökuna sé flugherinn farinn að ræða um olíusamninga og deildir hersins séu farnar að skoða það sem þurfi að lagfæra áður en að yfirtökunni kemur. Þá segir einnig í frétt blaðsins að verið sé að kanna hversu mikið fjármagn þurfi, fyrir fjórar þotur sem staðsettar verði á Íslandi árið um kring. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Varnarliðsins staðfestir í samtali við Víkurfréttir að menn hafi komið frá flughernum til að kanna aðstæður í Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×